Loftslagsstefna
Samkvæmt lögum um loftslagsmál skulu Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög setja sér loftslagsstefnu.
Sveitarfélög
Sveitarstjórnir skulu samþykkja loftslagsstefnu samkvæmt breytingu á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál 14. júní 2019. Hér má nálgast leiðbeiningar um gerð og innleiðingu.
Ríkisaðilar
Leiðbeiningar um gerð og innleiðingu loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins má finna hér. Leiðbeiningarnar byggja á Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.
Lög um loftslagsmál
Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
515-4900
Borgartúni 30, pósthólf 8100
105 Reykjavík
samband.is