Verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum er ætlað að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu og að verða loftslagsvænni. Í þessari verkfærakistu er að finna ýmis tól og fróðleik sem gerir sveitarfélögum kleift að meta losun sína og setja sér viðeigandi markmið og aðgerðir í loftslagsmálum, sem er grunnur fyrir mótun árangursríkrar loftslagsstefnu.