Um verkfærakistuna

Verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum er ætlað að efla og styðja íslensk sveitarfélög við að vinna aðgerðamiðaða stefnumótun í loftslagsmálum, fylgja henni eftir og vakta árangur sinn. Í þessari verkfærakistu er að finna ýmiss konar verkfæri og fróðleik sem gerir sveitarfélögum kleift að meta losun frá rekstri sínum og móta sér viðeigandi markmið og aðgerðir í loftslagsmálum sem eru grunnur fyrir árangursríka loftslagsstefnu.

Markmið verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum eru eftirfarandi:

  • Að styðja sveitarfélög við að uppfylla kröfur um loftslagsstefnur sveitarfélaga skv. 5. gr. laga um loftslagsmál nr. 70/2012.
  • Að til séu aðgengilegar og samræmdar leiðbeiningar og sniðmát fyrir sveitarfélög um allt land til að nota við mótun loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar og fylgjast með framgangi hennar.
  • Að til sé einfalt og samræmt verkfæri, losunarreiknir, til að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri sveitarfélaga sem byggir á viðurkenndum viðmiðum og losunarstuðlum.
  • Að miðla þekkingu og reynslu um loftslagsmál til og á milli sveitarfélaga.

Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar. Að þessari vinnu kom einnig stýrihópur verkfærakistunnar en í honum sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Verkefnið var unnið í virku samstarfi við sveitarfélög í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Samstarfsvettvangnum er ætlað að efla og styrkja sveitarfélögin til samstöðu og samtals um þessa málaflokka.

Í verkfærakistunni má
nálgast eftirfarandi tól:

Sniðmát fyrir loftslagsstefnu

Verkfærakistan inniheldur leiðbeiningar um gerð og innleiðingu loftslagsstefnu fyrir sveitarfélög. Þessar leiðbeiningar tilgreina hvaða atriði þurfa að koma fram í loftslagsstefnu og hvað þarf að hafa í huga við gerð slíkrar stefnu. Leiðbeiningarnar byggja m.a. á Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins.

Losunarreiknir
og losunarbókhald

Til að sveitarfélagið geti sett sér mælanleg markmið um samdrátt í losun er nauðsynlegt að reikna losun gróðurhúsalofttegunda vegna þeirra þátta sem stefnan tekur til.

Á innri gátt fyrir sveitarfélög má finna losunarreikni sniðinn að rekstri sveitarfélaga og gagnagátt til að geyma losunartölur sveitarfélaga ár frá ári. Með þessum reikni geta sveitarfélög haldið losunarbókhald fyrir rekstur sinn og kortlagt hvar losun á sér stað. Þar með geta sveitarfélög mótað sér mælanleg markmið og viðeigandi aðgerðir til að minnka losun sína. Losunarreiknirinn gerir sveitarfélögum einnig kleift að fylgjast með árangri af innleiðingu loftslagsstefnu og forgangsraða aðgerðum í samræmi við niðurstöður.

Frekari upplýsingar um losunarbókhald og mikilvægi þess má finna á viðeigandi undirsíðu.

Markmið og aðgerðaáætlun

Krafa er gerð um að loftslagsstefna feli í sér yfirmarkmið um heildarsamdrátt í losun frá rekstri sveitarfélagsins. Sveitarfélög geta skilgreint mælanleg markmið fyrir hvern losunarþátt og aðgerðaáætlun til að styðja við yfirmarkmiðið. Upplýsingar um markmið og aðgerðaáætlun sveitarfélagsins geta verið hluti af loftslagsstefnunni sjálfri eða staðið sér sem annað plagg. Verkfærakistan felur í sér leiðbeiningar fyrir gerð mælanlegra markmiða og aðgerðaáætlunar.

Hugmyndabanki

Sveitarfélög geta ráðist í margvíslegar aðgerðir til að draga úr losun sinni. Verkfærakistan inniheldur hugmyndabanka með loftslagsaðgerðum fyrir sveitarfélög til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri sínum.

Ítarefni

Hér er að finna ýmis konar ítarefni, upplýsingar og hjálpargögn sem nýst getur við innleiðingu verkefnisins.

Loftslagsstefnur sveitarfélaga:

*hlekkjum bætt við hér þegar loftslagsstefnur sveitarfélaga eru opinberaðar*

Aðrar loftslagsstefnur:

Losunarbókhald:

Gagnlegar upplýsingar:

Hjálpargögn:

Fræðsluefni og önnur verkefni:

Logo Loftslagsvænna sveitarfélaga:

Hlaða niður logo