
Hafnarfjörður
Hafnarfjörður hefur frá og með árinu 2018 kolefnisjafnað rekstur sveitarfélagsins í samvinnu við Kolvið.
Loftslagsstefna Hafnarfjarðar er hluti af uppfærðri Umhverfis- og auðlindastefnu sem samþykkt var í júní 2025. Hún byggir á sameiginlegri loftslagsstefnu sem gerð var fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinnu við sameiginlega loftslagsstefnu var stýrt af SSH og var hún samþykkt í ágúst 2023.
Umhverfis- og veitustjóri Hafnarfjarðarbæjar heldur utan um stefnuna og verður hún uppfærð á ca 5 ára fresti.
Yfirmarkmið: Að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2035
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: Aðgerðaáætlun er hluti af Umhverfis- og auðlindastefnu
Reynsla og ráðleggingar:
- Okkar mat er að við gerð Umhverfis- og auðlindastefnu og þar með loftslagsstefnu Hafnarfjarðar var gott að lista upp aðgerðir við hvert markmið og skilgreina ábyrgð á framkvæmd aðgerða.
- Hafnarfjörður nýtir hugbúnað frá Laufinu og hafa allar stofnanir aðgang að þeim verkfærum sem þar eru til að vinna að umhverfismálum.
Tengiliður: Guðmundur Elíasson, umhverfis- og veitustjóri (gudmundure@hafnarfjordur.is)
Síðast uppfært: 17.09.2025