Suðurnesjabær

Suðurnesjabær setti sér árið 2024 heildstæða umhverfis- og loftslagsstefnu til 2035 með skýrum markmiðum um kolefnishlutleysi.

Stefnan nær til sex lykilþátta: vistvæn innkaup, lýðheilsa og græn svæði, lífríki og landslag, hringrásarhagkerfi, innviði og aðlögun að loftslagsbreytingum. Hún var unnin í víðtæku samráði við íbúa, ungmennaráð og hagsmunaaðila, og samþykkt í bæjarstjórn í maí 2024. Skipulags- og umhverfissvið ber ábyrgð á framfylgd stefnunnar og hún er endurskoðuð reglulega.

Yfirmarkmið: 40% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 miðað við 2005, í samræmi við skuldbindingar Íslands. Stefnt er að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

Gildandi loftslagsstefna: hlekkur

Gildandi aðgerðaáætlun: Innifalin í stefnunni (sjá markmið og aðgerðir bls. 13-16 í stefnuskjalinu)

Reynsla og ráðleggingar:

  • Samráðshópur með íbúum og hagsmunaaðilum var lykilþáttur í að skapa breiða sátt og tryggja að stefnan byggði á raunverulegum þörfum samfélagsins.
  • Aðgerðir eins og orkuskipti í samgöngum og fjölgun hleðslustöðva hafa reynst sérstaklega árangursríkar.
  • Mikil áskorun hefur verið að samræma flokkun úrgangs og auka endurvinnslu í öllum stofnunum sveitarfélagsins.
  • Ráðlegging til annarra sveitarfélaga: Leggja áherslu á innleiðingu græns bókhalds strax til að fylgjast með árangri og fáið ungmenni og skóla snemma að borðinu í vinnunni – það skapar kraft og markvissari vinnubrögð.

Hrós!

Stjórnendur og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins hafa tekið vel í tillögur um loftslagsaðgerðir, sem hefur auðveldað framkvæmd verkefna á borð við nýtt skógræktarverkefni með gróðursetningu 5.000 trjáa árið 2025.

Tengiliður: Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfismála Suðurnesjabæ, einar@sudurnesjabaer.is

Myndir af aðgerðum

Skógrækt í Suðurnesjabæ – 5.000 tré gróðursett með framtíðina að leiðarljósi

 

Síðast uppfært: 17.09.2025