
Sjávarbyggð (dæmi)
(Fyrirvari: upplýsingar skáldaðar.)
Skemmtileg staðreynd: Sveitarfélagið skipti yfir í LED perur í allri götulýsingu árið 2023 sem hefur sparað 3 m.kr.
Sjávarbyggð er með loftslagsstefnu í gildi frá árinu 2023 og hefur gengið vel að framfylgja henni með því að vera með skýra og markvissa aðgerðaáætlun. Umhverfisráð Sjávarbyggðar, þar sem eiga sæti kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins, ber ábyrgð á innleiðingu stefnunnar og endurskoðar hana árlega með hliðsjón af losunarbókhaldi sveitarfélagsins sem haldið er utan um í gegn um losunarreikni Loftslagsvænni sveitarfélaga.
Yfirmarkmið: 40% samdráttur í losun vegna reksturs fyrir árið 2030 m.v. árið 2024 og kolefnishlutlaus rekstur árið 2040
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: hlekkur
Reynsla og ráðleggingar:
- Vel hefur gengið að skipta yfir í rafknúin ökutæki og vélar á vegums veitarfélagsins sem hefur einnig sparað í rekstrarkostnaði.
- Ráðlagt að vinna með nágrannasveitarfélögum að sorphirðu til að setja harðari kröfur í útböðum um orkuskipti sorphirðubíla, hefur reynst Sjávarbyggð vel.
- Erfiðlega hefur gengið að koma upp góðri aðstöðu fyrir starfsfólk til að styðja við virka ferðamáta þess í og úr vinnu og leitast Sjávarbyggð eftir ráðum frá öðrum sveitarfélögum sem hafa náð árangri á því sviði.
- Sjávarbyggð vill fara að feta sig af stað í endurheimt votlendis og vill gjarnan heyra frá öðrum sveitarfélögum sem hafa reynslu af því.
Sérstakt hrós fá íbúar Sjávarbyggðar fyrir að taka sérstaklega vel í allar loftslagsaðgerðir sveitarfélagsins.
Tengiliður: Jónína Brandsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Sjávarbyggðar (umhverfi@sjavarbyggd.is)
Myndir af aðgerðum
(myndir af loftslagsaðgerðum, hvort sem er í undirbúningi eða við lok innleiðingar)