
Svalbarðsstrandarhreppur
Þrátt fyrir að notkunarstaðir séu að aukast þá hefur raforkunotkun staðið í stað síðustu 5 ár og stefnir í að við náum að lækka hann um 7 % í ár. Einnig opnuðum við göngu- og hjólastíg á mjög erfiðum 2 km kafla og stefnum á að halda áfram og tengja allt sveitarfélagið saman með göngu- og hjólastígum.
Loftlagsstefna var sett saman af umhverfis- og atvinnumálanefnd og staðfest í sveitarstjórn árið 2022. Hún skal endurnýjuð á 4ra ára fresti og er búið að skipa fulltrúa í nefnd á vegum SSNE sem er ætlað að rýna í loftlagsstefnur sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra. Sveitarstjórn bera ábyrgð á framfylgd stefnunnar og reglulegri uppfærslu.
Yfirmarkmið: Loftlagsstefnan inniheldur engin töluleg markmið einungis að Svalbarðsstrandarhreppur stefnir á að vera kolefnishlutleysi 2040.
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: Aðgerðaráætlunina má finna í Loftlagsstefnunni í hlekk hér að ofan.
Reynsla og ráðleggingar:
- Skýr markmið eins og skipta út gamalli lýsingu yfir í LED lýsingu til að draga úr orkunotkun virkar mun betur en markmið sem eru ekki jafnnákvæm. Auðveldara fyrir starfsmenn að sjá slík markmið og vinna eftir loftlagsstefnunni án þess að þurfa pæla sérstaklega hvað það þurfi að gera.
- Af reynslu síðustu 4ra ára þá þarf fleiri mælanleg markmið í stefnuna.
Hrós!
Árið 2023 réðum við starfsmann á gámasvæðið, sem áður hafði staðið opið öllum. Opnunartími svæðisins var þá takmarkaður við þann tíma sem starfsmaðurinn var á staðnum. Þessi breyting hafði afar jákvæð áhrif: umhirða svæðisins batnaði til muna og kostnaður við förgun sorps lækkaði þar sem flokkun jókst verulega. Hrósið fær því Grétar, starfsmaður gámasvæðisins, sem og íbúar hreppsins fyrir að taka vel á móti þessum breytingum.
Tengiliður: Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri, fannar@svalbardsstrond.is
Myndir af aðgerðum
Göngu- og hjólastígur í Vaðlareit.

Síðast uppfært: 17.09.2025