
Skagafjörður
Blandaður úrgangur, til urðunar, frá heimilum í Skagafirði minnkaði um 56% frá 2022 til 2024. Þetta samsvarar um 315 tonna CO2 lækkun. Þetta er ánægjuleg niðurstaða umbyltingar í sorpflokkun og útvíkkunar þjónustu sem nær til héraðsins alls.
Loftlagsstefna Skagafjarðar er byggð á eftirfarandi meginþáttum;
- Útreikningur á kolefnisspori
- Grænu skipulagi Skagafjarðar
- Uppbyggingu vistvænna samgangna
Sveitarstjórn ber ábyrgð á stefnunni. Stefnan uppfærist á fimm ára fresti.
Yfirmarkmið: Skagafjörður verði kolefnishlutlaus 1. janúar 2030. Þetta mun þýða lækkun upp á um 380 tonn af CO2 á ársgrundvelli eða lækkun um 95 tonn af CO2 á hverju ári fram til 2030.
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: Skagafjörður hefur ekki sett upp aðgerðaráætlun en hefur nýlega hafið samtal við SSNV og sveitarfélögin í Húnavatnssýslu um hvort sameinist eigi um slíka áætlun.
Í aðalskipulagi Skagafjarðar eru ákveðin markmið í endurskoðuðu aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2025:
- Nýting náttúruauðlinda byggi á bestu fáanlegu tækni og þekkingu til að tryggja eins og kostur er sjálfbæra nýtingu þeirra.
- Bætt orkunýting.
- Að standa vörð um gott ræktarland og landbúnaðarland, með skýrum ákvæðum um umfang og fyrirkomulag uppbyggingar á landbúnaðarlandi.
- Að draga úr magni úrgangs til förgunar og umfangi urðunar. Auka endurvinnsluhlutfall úrgangs og jarðgerð, sbr. markmið svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Reynsla og ráðleggingar:
- Mikið átak hefur verið gert í uppbyggingu rafhleðslustöðva og útlit fyrir að slíkar verði komnar í alla þéttbýliskjarna Skagafjarðar á árinu 2026. Í dag eru slíkar stöðvar í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Útlit er fyrir að rafhleðslustöðvar verði fljótlega komnar upp við margar sundlaugar/íþróttamannvirki sem sveitarfélagið rekur.
- Sveitarfélagið rekur almenningssamgöngur yfir vetrartímann á Sauðárkróki og er með frístundastrætó 2 sinnum í viku yfir vetrartímann á milli helstu þéttbýliskjarna héraðsins til að stuðla að aukinni virkni barna í íþróttum og tómstundum og til að koma til móts við „skutlþarfir“ foreldra, sem aftur ætti að geta dregið úr kolefnisútblæstri.
- Breyting á gjaldskrá Skagafjarðarveitna 2025, þar sem gerð er krafa um orkunýtingu til stórnotenda.
- Tveir rafmagnsbílar eru í bílaflota sveitarfélagsins, m.a. nýr sendibíll Þjónustumiðstöðvar, keyptur 2024. Hafa þeir reynst mjög vel. Unnið er að leiðum til að fækka bílum í flotanum.
- Að einblínt sé á þætti sem sveitarfélagið hefur yfirráð yfir og byrjað á einföldustu aðgerðum, – þeim sem skila mestum árangri. Forðast að dragast inn í þætti sem snúa að öðrum aðilum, nema þess gerist þörf.
- Gunnar Páll Ólafsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar, gunnarpall@skagafjordur.is hefur verið vakinn og sofinn í að leita leiða til að endurnýja og fækka bílum í bílaflota Skagafjarðar.
Tengiliður: Gunnar Páll Ólafsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar, gunnarpall@skagafjordur.is
Myndir af aðgerðum
Gunnar Páll, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar og Sigfúr Ingi, sveitarstjóri hjá nýja rafbílnum.

Síðast uppfært: 26.09.2025