
Fjarðabygg
Fjarðabyggð – fyrir framtíðina
Loftslagsstefna er samþætt með umhverfisstefnu sveitarfélagsins og var jafnframt fléttuð við aðalskipulag sveitarfélagsins sem og stefnu landshlutans í gegnum Svæðisskipulag Austurlands.
Bæjarstjórn ber ábyrgð á þeim stefnum sem settar eru og er haldið utan um þær innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar en verkefnin eru ólík og tengjast ólíkum sviðum og málaflokkum. Umhverfis- og loftslagsstefnan var sett í apríl 2021 og var hún unnin samhliða endurkoðun aðalskipulags og á sama tíma var verið að vinna að svæðisskipulagi Austurlands þar sem var verið að greina þá helstu strauma og stefnur sem í gangi eru í okkar ytra umhverfi.
Stefnur munu væntanlega koma aftur til umfjöllunar bæjarstjórnar eftir næstu kosningar.
Yfirmarkmið: Yfirmarkmið eru skilgreind í svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044
og Aðalskipulagi Fjarðabyggðar
Gildandi loftslagsstefna: Loftslagsstefna Fjarðabyggðar
Gildandi aðgerðaáætlun: Í endurskoðuðu aðalskipulagi Fjarðabyggðar er þessi stefna útfærð í markmiðum og skipulagsákvæðum eftir því sem við á. Loftslagsstefnan ásamt fleiri stefnum og aðalskipulagi liggja til grundvallar þegar sveitarfélagið vinnur sína starfs- og fjárhagsáætlun ár hvert.
Reynsla og ráðleggingar:
- Covid var nýtt í ýmsa stefnumótunarvinnu sem er að nýtast vel núna í vinnslu ýmissa verkefna.
- Sveitarfélagið stendur að Orkugarði Austurlands þar sem markmiðið er að framleiða rafeldsneyti sem nýtist á skip og myndu afurðirnar duga til að knýja hálfan íslenska fiskiskipaflotann.
Með því að nýta framleiðslu verksmiðjunnar á Reyðarfirði er metið að hægt sé að draga úr útblæstri koltvísýrings um 500 þúsund tonn á ári, þegar jarðefnaeldsneyti hefur verið skipt út fyrir ammoníak. Til samanburðar var mæld losun frá fiskiskipum á Íslandi 574 þúsund tonn CO2-íg árið 2021 og 860 þúsund tonn CO2-íg frá vegasamgöngum.
Fjarðabyggð horfir til framtíðar og hefur unnið í að marka sýn og forma stefnur í málaflokknum og flétta það síðan inn í starfsemina. Þetta er ekki spretthlaup – heldur langhlaup en ýmis verkefni eru í farveginum sem geta skipt umtalsverðu máli fyrir markmið Íslands í heild.
Tengiliðir:
Birgitta Rúnarsdóttir, stjórnandi Fjarðabyggðarhafna, birgitta.runarsdottir@fjardabyggd.is,
Aron Leví Beck, stjórnandi bygginga-, skipulags- og umhverfisdeildar, aron.beck@fjardabyggd.is
Myndir af aðgerðum:

Síðast uppfært: 26.09.2025