
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur vill vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagsmálum
Með markvissum aðgerðum í sorpmálum, umhverfismálum og með því að minnka eigin kolefnisspor er hægt að hafa mikil áhrif á framtíð íbúa sveitarfélagsins, markmiða Íslands og áhrifa okkar á jörðina. Loftslagsstefna sveitarfélagsins er liður í þeirri vegferð. Stefnan er sett fram í samræmi við 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál. Stefnan er endurskoðuð og uppfærð árlega.
Yfirmarkmið: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sveitarfélagsins sem byggt verður á áreiðanlegri gagnasöfnun um losun sem verður klár fyrir árið 2028.
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: hlekkur
Reynsla og ráðleggingar:
- Gagnasöfnun er enn í ferli en gengur hægt. Okkar ráðleggingar eru að koma þessu verkefni í umsjá utanaðkomandi aðila til að gera þetta faglega og vel.
Tengiliður: Steinar Sigurjónsson, Umhverfisdeild, steinar@gogg.is
Síðast uppfært: 17.09.2025