Norðurþing
Sveitarfélagið hefur sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu 2024-2034
Umhverfis- og loftslagsstefna tekur til alls sveitarfélagsins og takmarkast ekki við rekstur þess. Stefnunni er ætlað að hafa áhrif á allar ákvarðanir sveitarfélagsins sem varða umhverfi og loftslag, bæði í rekstri og stefnumótun. Horft var til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með sérstaka áherslu á vistvænar samgöngur, loftgæði og úrgang, vistvæn innkaup og stefnumótun í loftslagsmálum.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á framfylgd stefnunnar sem gildir til ársins 2034. Hún skal yfirfarin árlega og jafnframt metið hvernig gengið hefur að framfylgja henni. Að afloknum hverjum sveitarstjórnarkosningum skal taka ákvörðun um hvort þörf sé á frekari endurskoðun stefnunnar.
Yfirmarkmið: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sveitarfélagsins, við framkvæmdir, landnýtingu og samgöngur. Einnig að hvetja íbúa og atvinnulíf til að gera hið sama.
Gildandi loftslagsstefna: hlekkur
Gildandi aðgerðaáætlun: hlekkur
Reynsla og ráðleggingar:
- Sveitarfélagið naut ráðgjafar Verkís við gerð umhverfis- og loftslagsstefnunnar.
- Myndaður var ráðgjafahópur við gerð stefnunnar sem var samansettur af þriggja manna starfshópi ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og ráðgjafa sem vann að mótun stefnunnar.
- Í framhaldi af samþykkt stefnunnar var sett í gang umhverfisátak í sveitarfélaginu og veittar viðurkenningar fyrir lóðir, býli, fyrirtæki og plokkara ársins.
Hrós fá íbúar og félagasamtök í Norðurþingi sem hafa tekið opin svæði í fóstur í hreinsunarviku ár hvert.
Tengiliður: Elvar Árni Lund, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, elvar@nordurthing.is
Myndir af aðgerðum
Uppgræðsla í nágrenni Húsavíkur síðustu þrjá áratugina; myndir Hreinn Hjartarson.
Fyrri mynd: Húsavíkurfjall árið 1983
Seinni mynd: Húsavíkurfjall árið 2022
Síðast uppfært: 25.09.2025