Loftslagsvænni sveitarfélög

Verkfærakista sveitafélaga í loftslagsmálum

Um verkfærakistuna

Verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum er ætlað að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu og að verða loftslagsvænni. Í þessari verkfærakistu er að finna ýmis tól og fróðleik sem gerir sveitarfélögum kleift að meta losun sína og setja sér viðeigandi markmið og aðgerðir í loftslagsmálum, sem er grunnur fyrir mótun árangursríkrar loftslagsstefnu.

Nánar

Loftlagsstefnur sveitafélaganna

Verkfærakistan inniheldur leiðbeiningar um gerð og innleiðingu loftslagsstefnu fyrir sveitarfélög. Leiðbeiningarnar byggja á loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Í verkfærakistunni má einnig nálgast loftslagsstefnur sveitarfélaga sem hafa nú þegar sett sér viðlíka stefnu.

Nánar

Losunarreiknir fyrir sveitafélög

Á innri gátt fyrir sveitarfélög má finna losunarreikni sniðinn að rekstri sveitarfélaga. Með þessum reikni geta sveitarfélög haldið losunarbókhald fyrir rekstur sinn og kortlagt hvar losun á sér stað. Þar með geta sveitarfélög mótað sér mælanleg markmið og viðeigandi aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Losunarreiknirinn gerir sveitarfélögum einnig kleift að fylgjast með árangri af innleiðingu loftslagsstefnu og forgangsraða aðgerðum í samræmi við niðurstöður.

Nánar

Loftslagsaðgerðir sveitarfélaga

Sveitarfélög geta ráðist í margvíslegar aðgerðir til að draga úr losun sinni. Verkfærakistan inniheldur hugmyndabanka með loftslagsaðgerðum fyrir sveitarfélög til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri sínum.

Nánar